Í árlegri jólaveislu Körfuknattleiksdeildar Hauka sem haldinn var á dögunum var tilkynnt um val stjórnar Körfuknattleiksdeildar Hauka á körfuknattleiks-manni og konu Hauka 2011.
Körfuknattleikskona Hauka 2011 var valin Íris Sverrisdóttir.
Í umsögn um valið kemur m.a. eftirfarandi fram "Frá því að Íris gekk til liðs við Hauka hefur hún verið einn af máttarstólpum liðsins og hefur framlag hennar farið jafnt og þétt vaxandi"
Körfuknattleiksmaður Hauka 2011 var valinn Emil Barja.
Í umsögn um valið kemur m.a. eftirfarandi fram "Emil hefur verið stór partur af liði Hauka undan farin ár og hefur með hverju árinu vaxið og dafnað sem leikmaður liðsins."
Þá var jafnframt tilkynnt um að Pétur Ingvarsson og Ívar Ásgrímsson hefðu verið tilnefndir til vals á þjálfara Hauka 2011.
Emil og Íris verða því fulltrúar körfunnar í vali á Íþróttamanni og Íþróttakonu Hauka 2011. En tilkynnt verður um valið á gamlársdag eins og hefð er hjá Haukum.
www.haukar.is