Þórsarar mættu Þórsurum í Þorlákshöfn í kvöld. Liðin voru bæði stigalaus eftir fyrstu tvær umferðirnar. Heimamenn byrjuðu betur og leiddu sanngjarnt í lok fyrsta fjórðungs. Gestirnir komu sterkir til baka í öðrum fjórðungi og staðan aftur sanngjörn, 45-45 í lok hálfleiks.
Heimamenn hörkuðu sigurinn í gegn í seinni hálfleik en þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum tveimur. Gestirnir léku sinn besta leik í vetur og sýndu gífurlegar framfarir frá þrotinu gegn Fjölni. Það jákvæðasta fyrir heimamenn er að fá stigin tvö á töfluna en liðið þarf að spila betur ætli það sér einhverja hluti í vetur.
Karfan spjallaði við Emil Karel Einarsson, leikmann Þórs, eftir leik í Þorlákshöfn.