spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEmil: Erum búnir að gleyma þessum fyrri hálfleik nú þegar

Emil: Erum búnir að gleyma þessum fyrri hálfleik nú þegar

Haukar heimsóttu Fjölnispilta í Grafarvoginn í 15. umferð deildarinnar í kvöld. Eftir að Fjölnir hafði leitt lungan úr leiknum stigu Haukar upp í seinni hálfleik og unnu 83-94 sigur.

Emil Barja stýrir Haukum hærra þessa dagana:

Mér sýndist bakið vera bara…gott?

Jah ekki í fyrri hálfleik!! Það var betra í seinni!

Jájá! Segi svona, þú áttir a.m.k. flottan leik, 15 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. 

En ef ég svara þessu af viti þá átti nú bara enginn góðan leik í fyrri hálfleik. Við vorum bara flatir, varnarlega vorum við alltof langt frá mönnunum og vorum bara alls ekki tilbúnir.

Já það var andleysi að mér sýndist ykkar megin?

Já, algert!

Ætluðuð þið að mæta hérna og vinna þægilegan sigur?

Nei alls ekki. Við horfðum á þá vinna Keflavík núna í vikunni í bikarnum þannig að við vissum alveg að þetta yrði ekkert einfaldur leikur…

En það var kannski þannig í undirmeðvitundinni?

Jah, hún sagði að við ættum að vinna en við verðum samt að mæta mikið betur en þetta! En ég er ánægður með liðið að bæta þetta upp í seinni hálfleik.

Jájá. Það var kannski frekar vörnin en sóknin í þriðja sem bjó til þennan sigur. Þið pökkuðuð þeim hreinlega saman, veit ekki hvað þið stálum mörgum boltum og bjugguð til auðveldar körfur…

Um leið og við setjum pressu á boltann þá verða sendingarnar lélegri og þá eru hinir tilbúnir að stela boltanum. Liðið þarf bara allt að stíga upp og pikka upp og þá gengur allt betur.

Ég gæti trúað því að þið Haukar viljið bara gleyma þessum fyrri hálfleik sem fyrst, seinni hálfleikur var fínn, sérstaklega sá þriðji, 2 stig í hús og málið dautt?

Jájá, við erum búnir að gleyma þessum fyrri hálfleik nú þegar! Ég man eftir seinni, hann var mjög góður, ég er ánægður með hvernig við komum út í þann seinni!

Akkúrat. Ljómandi hress Emil og bara mjög spennandi að sjá framhaldið hjá liðinu!

Viðtal: Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -