Lið Skallagríms í Dominos deild kvenna hefur samið við bakvörðinn Emblu Kristínardóttur um að leika með liðinu næstu tvö árin. Embla er uppalinn Keflavíkingur, en ásamt þeim hefur hún einnig leikið með Grindavík og Fjölni. Þá á hún einnig að baki 21 landsleik fyrir Íslands hönd.