spot_img
HomeFréttirEM: Sylvía Rún valin í úrvalsliðið

EM: Sylvía Rún valin í úrvalsliðið

Svíþjóð sigraði B-deild evrópumótsins U18 landsliða í kvennaflokki. Mótið fór fram í Bosníu en Svíþjóð sigraði Grikkland í úrslitaleiknum með 15 stigum og standa uppi sem verðskuldaður sigurvegari mótsins.

 

Íslenska liðið náði frábærum árangri þegar liðið lennti í fjórða sæti eftir tap í úrslitaleik um þriðja sætið gegn ógnarsterku liði gestgjafanna í Bosníu. Frammistaða liðsins hefur verið gríðarlega góð á mótinu en liðið náði besta árangri íslensks kvennalandsliðs í sögunni.

 

Eftir úrslitaleikinn voru að vanda veitt verðlaun til verðmætasta leikmannsins og fyrir úrvalslið mótsins. Verðmætasti leikmaður mótsins var Melisa Brcaninovic frá Bosníu en hún var gjörsamlega óstöðvandi á mótinu eins og íslenska liðið fékk að finna fyrir tvisvar.

 

Sylvía Rún Hálfdánardóttir leikmaður íslenska liðsins var svo valin í úrvalslið mótsins en hún endaði með 16,7 stig og 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásamt henni og Melisu voru tvær sænskar stúlkur og ein frá Grikklandi.

 

Sylvía sem einnig spilar með Haukum átti frábært mót og var vel að þessari viðurkenningu komin.

 

Frétt / Ólafur Þór Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -