spot_img
HomeFréttirEM: Spennan í hámarki, 8 liða úrslit klárast

EM: Spennan í hámarki, 8 liða úrslit klárast

15:42

{mosimage}

Sarunas Jasikivecius verður með Litháum í dag

Átta liða úrslitum Evrópumótsins lýkur í dag með tveimur leikjum og hafi verið búist við spennu í gær þá er spurning við hverju má búast í dag.

Klukkan 17:00 eigast við Litháar og Króatar, tvö lið með mikla hefð í körfubolta og þó Litháar hafi unnið alla leiki sína til þessa í mótinu er ekkert öruggt þegar þeir mæta Króötum. Króatar eru eina liðið sem hefur lagt Spánverja í mótinu til þessa. Sarunas Jasikevicius meiddist gegn Slóvenum á miðvikudag en er orðinn heill aftur og verður með í dag.

Leikur Slóvena og Evrópumeistara Grikkja hefst svo klukkan 19:30 og þar er ekki um minna spennandi leik að ræða. Slóvenar hafa aðeins tapað gegn Litháum til þessa en gengi Grikkja hefur verið upp og ofan. Það skal þó enginn vanmeta Grikki sem eru ríkjandi Evrópumeistarar og hafa mikla reynslu, fimm leikmenn liðsins eru leikmenn Panathinaikos sem sigraði Meistaradeildina í vor.

[email protected]

Mynd: www.eurobasket2007.org

Fréttir
- Auglýsing -