spot_img
HomeFréttirEM: Spánverjar unnu Rússa örugglega

EM: Spánverjar unnu Rússa örugglega

22:10

{mosimage}

Grikkir fagna sigrinum á Króötum 

 

 

Nú er orðið nokkuð ljóst hvaða lið komast áfram úr E riðli Evrópumótinu á Spáni. Þrír leikir fóru fram í dag og má mikið útaf bregða ef Ísrael og Portúgal komast áfram.

 

Portúgal sigraði Ísrael í fyrsta leik dagsins 94-85 og gerði þar með drauma Ísrael um að komast áfram mjög litla. Joao Gomes var stigahæstur Portúgala með 23 stig en auk þess tók hann 11 fráköst. Lior Eliyahu skoraði 29 stig fyrir Ísrael. 

Grikkir unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Króutum 81-78 en Vasileios Spanoulis skoraði þriggja stiga körfu þegar 3 sekúndur voru eftir og tryggði þeim sigurinn. Dimtrios Diamantidis skoraði 23 stig fyrir Grikki en Mario Kasun var stigahæstur Króata með 15 stig. 

Seinasti leikur kvöldsins var leikur Spánverja og Rússa en Rússra voru taplausir fyrir leikinn. Greinilegt var að leikmenn gerðu sér grein fyrir hvað lá undir en sigur Rússa hefði minnkað líkur Spánverja á gulli mikið. Körfuboltinn sem boðið var upp á í leiknum var ekki upp á marga fiska og var sóknarleikur Rússa mjög stirður. Spánverjar sigruðu örugglega 81-69 og eru komnir á topp E riðils. Andrei Kirilenko skoraði 21 stig fyrir Rússa en lenti í villuvandræðum í leiknum. Fyrir Spánverja skoraði Jose Calderon mest eða 17 stig en Juan Carlos Navarro átti mjög góða innkomu, skoraði 15 stig á 19 mínútum. 

[email protected] 

Mynd: www.eurobasket2007.org

Fréttir
- Auglýsing -