spot_img
HomeFréttirEM kvenna: Þjóðverjar unnu Evrópumeistarana

EM kvenna: Þjóðverjar unnu Evrópumeistarana

8:07

{mosimage}

Linda Fröhlich lék vel fyrir Þjóðverja í gær 

Óvænt úrslit urðu á Evrópumóti kvenna í gær þegar Þjóðverjar sigruðu Evrópumeistara Tékka 54-47. Þetta tóks Þjóðverjum þrátt fyrir að vera með 25 tapaða bolta í leiknum en Tékkar áttu í mesta basli með vörn Þjóðverjanna. Í sókninni var það Linda Fröhlich sem leiddi Þjóðverjana en hún skoraði 18 stig og tók 10 fráköst. Eva Viteckova var stigahæst Tékka með 15 stig.

Belgar halda sigurgöngu sinni áfram og eru nú eina taplausa þjóðin í E riðli, í gær sigruðu þær Tyrki 85-63 og var Laurence Van Malderen stigahæst Belga með 16 stig en Yasemin Horasan skoraði 17 fyrir Tyrkina.

Þá sigruðu Lettar nágranna sína frá Litháen 76-46 og stigu þar stórt skref í átt að áttaliða úrslitunum. Anete Jekabsone-Zogota skoraði 20 stig fyrir Letta og er áfram stigahæst í mótinu með 20,3 stig í leik. Iveta Marcauskaite skoraði 18 fyrir Litháen.

Fyrstu leikir í milliriðli F verða svo leiknir í dag en þar eru Spánverjar og Rússar taplausir.

13:30 Ítalía – Spánn

16:30 Serbía – Rússland

19:00 Hvíta Rússland – Frakkland

[email protected]

Mynd: www.fibaeurope.com

Fréttir
- Auglýsing -