spot_img
HomeFréttirEM kvenna: Spánn og Rússland leika til úrslita

EM kvenna: Spánn og Rússland leika til úrslita

5:53

{mosimage}

Olga Arteshina var stigahæst Rússa 

Það verða Spánn og Rússland sem leika til úrslita á Evrópumóti kvenna líkt og á Evrópuóti karla fyrir stuttu síðan. Bæði lið sigruðu andstæðinga sína í undanúrslitum örugglega.

Rússar tóku Letta í kennslustund og sigruðu 67-36 þar sem Lettar skoruðu aðeins 4 stig í öðrum leikhluta. Olga Arteshina skoraði 16 stig fyrir Rússa en stigahæsti leikmaður mótsins, Anete Jekabsone-Zogota var stigahæst Letta með 18 stig.

Í hinum undanúrslitaleiknum sigruðu Spánarstúlkur þær hvítrússnesku 70-54 eftir nokkuð jafna fyrstu þrjá leikhlutana. Þann síðasta unnu þær spænsku 18-9. Anna Montanana var stigahæst Spánverja með 14 stig en Tatyana Troina skoraði 10 fyrir Hvíta Rússland.

Úrslitaleikurinn fer svo fram kl 17:30 í kvöld.

[email protected]

Mynd: www.fibaeurope.com

Fréttir
- Auglýsing -