spot_img
HomeFréttirEM kvenna: Litháar komust áfram

EM kvenna: Litháar komust áfram

7:17

{mosimage}

Eva Viteckova tryggði Tékkum sigur 

Tékkland, Lettland, Belgía og Litháen tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í gær. Tékkar sigruðu Belga 72-70 með tveimur vítum frá Evu Viteckova 11 sekúndum fyrir leikslok. Þar með tryggði Tékkland sér fyrsta sætið í riðlinum.

Viteckova var stigahæst Tékka með 22 stig en Ann Wauters var stigahæst Belga, einnig með 22 stig og 12 fráköst.

Litháar tryggðu sér síðasta sætið með sigri á Tyrkjum, 67-61. Rima Valaentine og Agne Ciudariene skoruðu 12 stig hvor fyrir Litháen en Nevriye Yilmaz var stigahæst Tyrkja með 20 stig og 13 fráköst.

Lettar unnu svo Þjóðverja örugglega 60-47 og unnu því alla leiki sína í milliriðlinum. Gunta Basko skoraði 16 stig fyrir Letta en Martina Weber var með 11 fyrir Þjóðverja en Linda Fröhlich var með 13 fráköst.

F riðli lýkur í dag en þar hafa Spánn og Rússland tryggt sér sæti í átta liða .

Leikir dagsins eru:

13:30 Hvíta Rússland – Ítalía

16:30 Spánn – Rússland

19:00 Frakkland – Serbía

[email protected] 

Mynd: www.fibaeurope.com

Fréttir
- Auglýsing -