22:00
{mosimage}
Hvítrússnesku stúlkurnar fagna sæti í áttaliða úrslitunum
Frakkland og Hvíta Rússland tryggðu sér síðustu sætin í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í kvöld. Frakkar unnu Serba og Hvítrússar unnu Ítali.
Hvítrússar unnu öruggan sigur á Ítölum 66-51 sem sitja eftir með sárt ennið. Yelena Leuchanka skoraði 18 stig fyrir Hvítrússa en Francesca Modica var með 15 fyrir Ítali.
Frakkar lögðu Serba 68-60 og tryggðu sér þar með þriðja sætið í riðlinum og mæta því Lettum á morgun í átta liða úrslitum. Sandrine Gruda skoraði 18 stig fyrir Frakka en Ivana Grubor var með 17 stig fyrir Serba.
Að lokum tryggðu Rússar sér sigurinn í riðlinum með sigri á Spánverjum 64-49 þar sem Maria Stepanova átti góðan leik fyrir Rússa, skoraði 19 stig og tók 12 fráköst. Amaya Valdemoro var stigahæst Spánarstúlkna með 14 stig.
Rússar enduðu því í efsta sæti riðilsins en Spánverjar urðu númer tvö, Frakkar númer þrjú og Hvítrússar númer fjögur.
Átta liða úrslitin hefjast svo á morgun en þá mætast Tékkar og Hvítrússar annarsvegar og hinsvegar Lettar og Frakkar.
Á föstudag mætast svo Rússar og Litháar og Belgar og Spánverjar.
Mynd: www.fibaeurope.com