spot_img
HomeFréttirEM kvenna: Fleiri óvænt úrslit

EM kvenna: Fleiri óvænt úrslit

6:45

{mosimage}

Milica Dabovic og Miljana Musovic fagna óvæntum sigri Serba 

Milliriðlar Evrópumóts kvenna á Ítalíu ætla að verða riðlarnir þar sem óvæntu úrslitin verða. Í fyrradag töpuðu Evrópumeistarar Tékka fyrir Þjóðverjum og í gær tapaði silfurliðið frá síðasta Evrópumóti, Rússar, fyrir Serbum.

Serbar komu Rússum á óvart og náðu snemma góðri forystu en þær rússnesku komu svo til baka. Það var svo Milica Dabovic sem tryggði Serbum sigurinn, 67-65, með layupi þegar 2,87 sekúndur voru eftir. Dabovic var stigahæst Serbanna með 28 stig en margfaldur besti leikmaður Evrópu, Maria Stepanova, var stigahæst Rússanna með 18 stig auk þess sem hún tók 11 fráköst.

Spánarstúlkur eru enn taplausar í mótinu eftir sigur á heimastúlkum 79-64. Elisa Aguilar var stigahæst þeirra spænsku með 17 stig en Raffaella Masciadri skoraði mest fyrir Ítalíu eða 16 stig.

Frakkar sigruðu svo Hvítrússa 72-60 þar sem Sandrine Gruda var stigahæst þeirra frönsku með 17 stig. Anastasiya Veremeenko skoraði 15 stig fyrir Hvítrússa.

Í dag fara fram þrír leiki í milliriðli E.

Þýskaland – Tyrkland

Tékkland – Litháen

Lettland – Belgía

[email protected]

Mynd: www.fibaeurope.com

Fréttir
- Auglýsing -