spot_img
HomeFréttirEM kvenna: Enn óvænt úrslit

EM kvenna: Enn óvænt úrslit

8:14

{mosimage}

Lettar fagna sigrinum 

 

Úrslitin á Evrópumóti kvenna halda áfram að koma á óvart. Eftir frækilegan sigur Þjóðverja á Evrópumeisturum Tékka, töpuðu þær þýsku gegn Tyrklandi í gær 63-76.

 

 

Þetta tap Þjóðverja þýðir að þær verða að leggja Letta í síðasta leik til að komast áfram en þær lettnesku hafa verið á mikilli siglingu í milliriðlinum. Tyrkir eru hins vegar komnir í góða stöðu og með sigri á Litháum í síðasta leik eru þær komnar í átta liða úrslitin.

 

Eins og fyrr segir eru Lettar á mikilli siglingu og í gær unnu þær hið taplausa lið Belga 69-66 og eru því svo gott sem búnar að tryggja sér annað sætið í riðlinum.

 

Að lokum unnu Tékkar Litháa 75-67.

 

Tékkar, Lettar og Belgar hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum.

 

Í dag fara fram þrír leikir í F riðli.

13:30 Serbía – Ítalía

16:30 Rússland – Hvíta Rússland

19:00 Frakkland – Spánn

 

[email protected]

 

Mynd: www.fibaeurope.com

Fréttir
- Auglýsing -