9:00
{mosimage}
Radoslav Nesterovic hefur leikið vel fyrir Slóvena
Þrír leikir fara fram í F riðli Evrópumótsins í dag. En í þeim riðli er hver stórþjóðin á fætur annarri og ljóst að einhverjar þeirra fara heim eftir miðvikudaginn.
Fyrsti leikur dagsins, klukkan 14:30, er leikur Ítala og Tyrkja en tapliðið úr þeim leik getur kvatt mótið og á ekki lengur séns á að komast áfram.
Klukkan 17:00 eigast svo við Litháar og Frakkar en Litháar eru taplausir í mótinu og Frakkar unnu góðan sigur á Þjóðverjum í fyrra dag. Það verður spennandi að fylgjast með einvígi þeirra Tony Parker og Sarunas Jasikevicius.
Síðasta viðureign dagsins er svo viðureign dagsins er svo viðureign Þjóðverja og Slóvena klukkan 19:00. Slóvenar eru taplausir í mótinu en Þjóðverjar þurfa helst að vinna til að tryggja sig áfram. Annars gæti leikur þeirra við Ítali á miðvikudag orðið úrslitaleikur um áframhaldandi þátttöku í mótinu.
Mynd: www.eurobasket2007.org