Lokakeppni Evrópumeistaramóts karla í körfuknattleik hefst í Litháen á miðvikudag. Það eru annarsvegar Spánn og Pólland og hinsvegar Serbía og Ítalía sem ríða á vaðið í fyrstu leikjum mótsins. Leikirnir hefjast kl. 15.15 að staðartíma eða kl. 12.15 að íslenskum tíma.
Leikið er nánast sleitulaust til 18. september en þá fer úrslitaviðureignin fram. Hér má nálgast keppnisdagskránna.
Mótinu verða ekki gerð skil í íslensku sjónvarpi en hægt verður að horfa á leikina í beinni á netinu og má nálgast upplýsingar um það hér.