7:12
{mosimage}
Maria Stepanova, í rauðu, var stigahæst Rússa í gær
Evrópukeppni kvenna hófst á Ítalíu í gær með 8 leikjum. Evrópumeistarar Tékka unnu Ísraela örugglega 75-43 og í hinum leik A riðils vann Lettland Tyrkland 73-62.
Í B riðli unnu Belgar Litháa 68-53 og Þjóðverjar unnu Rúmena 85-78 þar sem Linda Fröhlich átti góðan leik fyrir Þjóðverja, skoraði 20 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.
Í C riðli mættust heimamenn Ítalir og silfurhafar síðasta móts, Rússar, og sigruðu Rússar 60-55. Natalia Vodopyanova átti mjög góðan leik fyrir Rússana en besti leikmaður Evrópu undanfarin ár, Maria Stepanova átti einnig skínandi leik, 10 stig og 9 stoðsendingar. Í hinum leik C riðils sigraði Frakkland Grikkland 58-50.
Að lokum sigruðu spænsku stúlkurnar lið Hvíta Rússlands 76-62 og Serbía vann Króatíu 88-70.
Mótið heldur svo áfram í dag með 8 leikjum.
Mynd: www.fibaeurope.com