spot_img
HomeFréttirEM: Dirk gegn Tony í dag

EM: Dirk gegn Tony í dag

9:00

{mosimage}

Litháinn Sarunas Jasikevicius hefur gefið flestar stoðsendingar í mótinu

Veislan á Spáni heldur áfram í dag en þá hefjast leikar í milliriðli F en í honum eru Litháar og Slóvenar enn taplausir.

Klukkan 14:30 er stórleikur en þá mætast Þjóðverjar, með stigahæsta mann mótsins Dirk Nowitzki innanborðs, Frökkum, sem eru með næststigahæsta mann mótsins Tony Parker innanborðs. 

Að honum loknum eða klukkan 17:00 mæta hinir ósigruðu Litháar Ítölum sem eru sigurlausir í milliriðlinum. 

Seinasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 19:30 en þá mætast Slóvenar og Tyrkir. 

[email protected] 

Mynd: www.eurobasket2007.org

Fréttir
- Auglýsing -