Íslenska karlalandsliðið er komið til Slóvakíu til þess að leika tvo leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Fara leikirnir báðir fram í sóttvarnarbólu FIBA í Bratislava, en sá fyrri er gegn Lúxemborg þann 26. og seinni gegn Kósovó 28. nóvember.
KKÍ ræddi við leikmann liðsins Elvar Már Friðriksson um leikina tvo og lífið í Litháen, þar sem hann spilar með liði Siauliai í LKL deildinni.