spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Elvar og Tryggvi tilnefndir í tilþrifum ársins

Elvar og Tryggvi tilnefndir í tilþrifum ársins

FIBA kynnti á dögunum hvaða tíu tilþrif hefðu verið best í undankeppni EuroBasket á árinu 2024. Um þau tíu er svo hægt að kjósa hvað hafi verið allra best á árinu.

Ein tilnefndra tilþrifa eru úr sigurleik Íslands gegn Ungverjalandi frá því í febrúar. Tilþrifin er hægt að sjá hér fyrir neðan, en í þeim keyrir Elvar Már Friðriksson á körfuna og gefur laglega sendingu á Tryggva Snæ Hlinason sem treður boltanum.

Hérna er hægt að kjósa Elvar og Tryggva í tilþrifum ársins

Fréttir
- Auglýsing -