Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Prienai í dag í LKL deildinni í Litháen, 98-77.
Eftir leikinn eru Rytas í öðru sæti deildarinnar með 11 sigra og 4 töp það sem af er tímabili.
Á 17 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 8 stigum, frákasti, 6 stoðsendingum og stolnum bolta.