Elvar Már Friðriksson og Rytas tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvíginu í Litháen með eins stigs sigri gegn Zalgiris í dag, 69-68.
Á tæpum 16 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már frákasti og þremur stoðsendingum.
Staðan í einvíginu er því jöfn 2-2 og fer oddaleikur um titilinn fram á heimavelli Zalgiris komandi laugardag 10. júní.