Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Lietkabelis með ninnsta mun mögulegum í LKL deildinni í Litháen í dag, 92-91.
Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már sex stigum og fimm stoðsendingum.
Eftir fyrstu 23 umferðirnar er Rytas í öðru sæti deildarinnar með 18 sigra, einum sigurleik fyrir neðan Zalgiris sem eru í efsta sætinu.