spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már og meistarar Rytas með sópinn á lofti - Tryggðu sér...

Elvar Már og meistarar Rytas með sópinn á lofti – Tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu

Elvar Már Friðriksson og meistarar Rytas tryggðu sig í dag áfram í úrslitaeinvígið í Litháen með þriðja sigur sínum gegn Jonava í jafn mörgum leikjum, 90-85.

Á 16 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már þremur stigum og þremur stoðsendingum.

Líklegt verður að teljast að mótherji þeirra í úrslitum verði Zalgiris, en þeir eiga leik á morgun gegn Lietkabelis í einvígi þar sem þeir eru 2-0 yfir.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -