Elvar Már Friðriksson og Maroussi lögðu Promitheas Patras í grísku úrvalsdeildinni, 63-76.
Á rúmum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 14 stigum, 4 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var jafn tveimur öðrum leikmönnum Maroussi með hæsta framlagið í leiknum.
Eftir leikinn er Maroussi í 11. sæti deildarinnar með 15 stig.