Elvar Már Friðriksson og Rytas máttu þola tap fyrir Zalgiris í þriðja leik úrstilaeinvígis liðanna í LKL deildinni í Litháen, 95-80.
Á sléttum 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 13 stigum, frákasti og stolnum bolta.
Eftir leikinn leiðir Zalgiris einvígið með tveimur sigrum gegn einum, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn.