spot_img
HomeFréttirElvar Már leikmaður ársins í SSC annað árið í röð

Elvar Már leikmaður ársins í SSC annað árið í röð

Elvar Már Friðriksson, Njarðvíkingurinn knái var nýverið valinn besti leikmaður ársins í SSC deildarinnar í Divison II NCAA boltanum, annað árið í röð. Elvar leiddi Barry í fyrsta sætið í deildinni fyrir úrslitakeppnina með 18 sigra og 7 töp. Elvar er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 20,1 stig að meðaltali í leik en hann endaði tímabilið með flestar stoðsendingar í leik eða 7,3. Elvar endaði einnig með mjög hátt hlutfall stoðsendinga gegn töpuðum boltum eða 2,1 en það var fjórði besti árangur ársins í deildinni.

 

Samhliða þessari viðurkenningu fékk Elvar einnig sæti í liði ársins annað árið í röð. Butch Estes, þjálfari Barry var einnig valinn þjálfari ársins.

 

Viðurkenningar Elvars með Barry University í SSC deildinni:

2017-2018:  Leikmaður ársins
2017-2018:  Í liði ársins
2016-2017:  Leikmaður ársins
2016-2017:  Í liði ársins
2015-2016:  Nýliði ársins
2015-2016:  Í liði nýliða ársins.

Fréttir
- Auglýsing -