spot_img
HomeFréttirElvar Már hetja Íslands í Kósovó - Sigur gegn Lúxemborg í naglbít

Elvar Már hetja Íslands í Kósovó – Sigur gegn Lúxemborg í naglbít

Ísland lagði Lúxemborg í dag í forkeppni undankeppni heimsmeistaramótsins 2023 í Pristina í Kósovó, 84-86. Ísland hafði fyrir leikinn tryggt sér sigur í riðlinum, en næsti fasi undankeppninnar fer af stað í ágúst á þessu ári.

Gangur leiks

Íslenska liðið byrjaði leik dagsins betur. Leiddu eftir fyrsta leikhluta með 6 stigum, 23-29. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þeir svo í og fara með þægilega 14 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 43-57.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerir Lúxemborg svo gott áhlaup að forystu Íslands. Koma muninum minnst niður í tvö stig í þriðja fjórðungnum. Ísland enn yfir fyrir lokaleikhlutann, 69-71.

Fjórði leikhlutinn var svo nokkuð spennandi. Lúxemborg kemst í fyrsta skipti yfir í leiknum þegar um 30 sekúndur eru eftir, 82-81. Þá sekkur Elvar Már í næstu sókn tveimur vítum fyrir Ísland og kemur sínum mönnum aftur í forystu, 82-83, þegar tæpar 14 sekúndur eru eftir. Lúxemborg svarar með körfu og tæpar 8 sekúndur eru enn eftir. Í lokasókn Íslands setur Elvar Már Friðriksson svo glæsilegan þrist sem vinnur leikinn, 84-86.

Kjarninn

Leikurinn í dag skipti engu máli fyrir stöðu Íslands í riðlinum þar sem þeir unnu Slóvakíu í fyrri leik gluggans og voru því búnir að tryggja sér sigurinn. Samt sem áður mætti íslenska liðið alveg sæmilega tilbúið til leiks. Virkilega flottir í fyrri hálfleik, full værukærir í seinni hálfleiknum, en sem betur fer kom það ekki að sök.

Atkvæðamestir

Jón Axel Guðmundsson og Tryggvi Snær Hlinason voru atkvæðamestir fyrir Ísland í dag. Jón Axel einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu með 17 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar á meðan að Tryggvi Snær skilaði 25 stigum og 5 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -