spot_img
HomeFréttirElvar Már, Haukur Helgi og Kristófer inn í lið Íslands fyrir leikinn...

Elvar Már, Haukur Helgi og Kristófer inn í lið Íslands fyrir leikinn gegn Georgíu

Íslenska landsliðið mun leika lokaleik sinn í undankeppni HM 2023 gegn Georgíu í Tíblisi komandi sunnudag 26. febrúar. Fyrir leikinn er Ísland í góðri stöðu til þess að tryggja sér farmiða á lokamótið sem fram fer seinna á árinu. Georgía er í þriðja sætinu, einum sigurleik á undan Íslandi, en áður höfðu Ítalía og Spánn tryggt sér efstu tvö sætin. Til þess að tryggja sig áfram þarf Ísland að jafna Georgíu að sigrum, sem og vinna innbyrðissigur á þeim, en Ísland laut í lægra haldi gegn þeim í fyrri leiknum með þremur stigum, 85-88.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Eftir 19 stiga tap heima í Laugardalshöll í gærkvöldi gegn heimsmeisturum Spánar ferðast íslenska liðið til Georgíu í dag með viðkomu í Frakklandi. Þar verður morgundagurinn svo notaður til æfinga og undirbúning fyrir leikinn stóra, sem fram fer frekar snemma að Georgískum tíma, 16:00 á sunnudag, en á íslenskum tíma er hann kl. 20:00.

Einhverjar breytingar voru gerðar á íslenska hópnum frá leik gærkvöldsins, en inn í hann koma Kristófer Acox, Elvar Már Friðriksson og Haukur Helgi Pálsson, sem allir voru frá vegna meiðsla í gær, í stað Ragnars Nathanaelssonar, Kristins Pálssonar og Hilmars Smára Henningssonar.

Íslenski hópurinn:

Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (63)

Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (73)

Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (24)

Hlynur Bæringsson · Stjarnan (130)

Hjálmar Stefánsson · Valur (20)

Kári Jónsson · Valur (31)

Kristófer Acox · Valur (50)

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (27)

Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (8)

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (57)

Þórir G. Þorbjarnarson · Ovideo, Spáni (10)

Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (79)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -