Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann háskólaliðs Barry U, Elvar Már Friðriksson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Barry U heimsækir lið Shaw University í dag til Raleigh í Norður Karolínu.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Elvar:
Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Kvaðning
Lag sem peppar mann vel upp, seinasta lagið sem maður hlustar á áður en maður labbar inn í klefa fyrir leik.
Sam Smith – Like I can
Ég hlusta mikið á þægilega tónlist fyrir leiki, og Sam Smith er einn af þeim sem ég hlusta á.
Alter Bridge – Watch over you
Gríðarlega gott lag sem gerir mann tilbúinn.
Justin Bieber – Sorry og What do you mean
Þessi lög hjá Justin Bieber koma manni í gírinn fyrir leiki.
Úlfur Úlfur – Brennum allt
Eitt besta rapp bandið á Íslandi. Flest lögin þeirra hrikalega góð
Drake – Hotline Bling
Töff lag hjá Drake, góður taktur í því sem kemur manni í fýling.
Þetta lag þyrftu allir að kynna sér, fróðlegur texti og að mínu mati bestu tónlistarmenn á Íslandi í dag. (Þeir eru einnig þekktir sem Júdasbræður)