spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már framlagshæstur í eins stigs Evrópusigri

Elvar Már framlagshæstur í eins stigs Evrópusigri

Elvar Már Friðriksson og Maroussi lögðu Porto með minnsta mun mögulegum í FIBA Europe Cup í kvöld, 82-81.

Elvar Már lék tæpar 29 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 14 stigum, 3 fráköstum, 8 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var framlagshæstur í liði Maroussi í leiknum.

Leikurinn var hluti af annarri umferð riðlakeppni mótsins, en Maroussi eru í þriðja sæti riðils síns eftir leikinn með tvo sigra og eitt tap það sem af er.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -