Elvar Már Friðriksson og Siauliai lögðu í kvöld lið Dzukija í úrvalsdeildinni í Litháen, 88-98. Eftir leikinn er Siauliai í 7. sæti deildarinnar með 9 sigra og 18 töp það sem af er tímabili. Liðið hefur verið að klifra upp töfluna síðustu vikur, en átta efstu verða með í úrslitakeppninni eftir að deildarkeppnini lýkur þann 10. maí.
Á rúmum 34 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 13 stigum, 4 fráköstum, 13 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var framlagshæsti leikmaður liðsins í leiknum.
Næsti leikur Siauliai er gegn sterku liði Lietkabelis þann 14. apríl.