Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Peristeri nokkuð örugglega í kvöld í Meistaradeild Evrópu, 89-64.
Rytas eru eftir leikinn í 2. sæti H riðils keppninnar, með einn sigur og tvö töp það sem af er tímabili.
Á rúmum 27 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 18 stigum, 6 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var næst framlagshæstur í liðinu í leiknum með 26 framlagspunkta.
Næsti leikur Rytas í keppninni er þann 30. nóvember gegn sama liði, Peristeri, en nú úti í Grikklandi.