Íslenska landsliðið kom til Ungverjalands í gær til þess að leika gegn heimamönnum kl. 17:00 í dag í næst síðasta leik undankeppni EuroBasket 2025.
Ansi mikið er undir hjá liðinu sem hefur síðustu daga æft í Berlín í Þýskalandi, en vinni þeir leikinn fara þeir á lokamót keppninnar sem er í lok ágúst. Eftir leik dagsins gegn Ungverjalandi lokar Ísland svo undankeppninni með viðureign gegn Tyrklandi heima í Laugardalshöll komandi sunnudag.
Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket
Karfan kom við á æfingu liðsins í keppnishöllinni í Szobathely og ræddi við leikmann Íslands Elvar Már Friðriksson um ungverska liðið, biðina eftir þessum leik og hvað Ísland þurfi að gera til að ná í úrslit í kvöld.