Elvar Már Friðriksson og Rytas máttu þola tap í oddaleik gegn Zalgiris í dag um titilinn í LKL deildinni í Litháen, 97-87.
Á tæpum 17 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 13 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.
Zalgiris eru því meistarar í 23. skipti, á meðan að meistarar síðasta tímabils í Rytas þurfa að láta sér nægja annað silfur.