spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már atkvæðamikill gegn Nevezis

Elvar Már atkvæðamikill gegn Nevezis

Elvar Már Friðriksson og Rytas máttu þola sitt fyrsta tap í kvöld í LKL deildinni í Litháen gegn Nevezis, 88-92.

Rytas eru eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með þrjá sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Á tæpum 16 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 11 stigum, 2 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Rytas er þann 15. október gegn BC Jovana.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -