spot_img
HomeFréttirElvar: Ég er sjálfur í miðri úrslitakeppni

Elvar: Ég er sjálfur í miðri úrslitakeppni

 

Sögusagnir hafa farið á flug um að það að Elvar Már Friðriksson Njarðvíkingur og leikmaður háskólaliðs Barry í Miami komi jafnvel til með að spila með Njarðvíkingum í úrslitakeppninni þetta árið.  Elvar er á sínu síðasta ári með skólanum og hefur svo sannarlega verið að gera glimmrandi góða hluti ytra.  Elvar hefur t.a.m verið valinn besti leikmaður SSC deildarinnar sem að Barry leikur í og fyrsta árið var hann besti nýliðinn. 

 

Sem fyrr segir er Elvar á lokaári sínu og ætti því með öllu jöfnu að getað klárað nám sitt að einhverju leiti hér heimafyrir. En aðstæður eru hinsvegar ekki eins og t.a.m. hjá Kristófer Acox á síðasta ári þegar hann kom til móts við KR og spilaði með í úrslitakeppninni. "Það hefur aldrei staðið til að ég væri að fara koma heim í úrslitakeppnina. Ég er í úrslitakeppni sjálfur akkurat núna og vonandi í nokkrar vikur í viðbót svo það eru engar líkur á að ég sé að koma heim í úrslitakeppnina." sagði Elvar í samtali við Karfan.is um málið.  Að auki er Elvar með auka einingar í skólanum þetta síðasta árið til að klára og því af nógu að taka verkefnalega séð hjá honum. 

 

Blautir draumar Njarðvíkinga og um leið martraðir annara um að Elvar sé að snúa heim á komandi vikum ættu að vera úr sögunni.  

 

Elvar og Barry hefja leik á laugardag gegn sterku liði Florida West háskólanum í úrslitakeppni 2. deildar háskólaboltans. 

Fréttir
- Auglýsing -