Barry University með Elvar Már Friðriksson innanborðs sigruðu í gærkvöldi lið Florida Southern háskólanum með 98 stigum gegn 88 stigum. Liðið er á toppi deildarinnar með bestan árangur þegar aðeins einn leikur er eftir og því fagnaði liðið í gær deildarmeistaratitlinum í SSC (Sunshine State Confrenece) riðlinum. Elvar sem hefur verið að spila alveg hreint glimmrandi í vetur skoraði 27 stig og sendi 10 stoðsendingar í leiknum og bætti við 4 stolnum boltnum. Sannkallaður stórleikur hjá kappanum sem virðist vera í feiknar formi þessa dagana.
Elvar hefur í vetur skoraði rúm 15 stig og gefið tæplega 8 stoðsendingar í leik. Sem fyrr segir eiga þeir Barry menn eftir einn leik í deildinni gegn liði Embry Riddle, en til fróðleiks má geta að þar reyndi fyrir sér Albert Óskarsson Keflvíkingur á sínum tíma þegar hann stundaði nám en náði hinsvegar ekki leik með liðinu.
Hey @BarryUniversity, get your groove on with @BarryUMBB — your 2017 @D2SSC regular season champs. #D2SSC #GoBarryBucs pic.twitter.com/Iy15oedoUx
— BarryU Athletics (@GoBarryBucs) February 23, 2017