Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Tulsa Golden Hurricane máttu þola tap í kvöld fyrir Memphis Tigers í bandaríska háskólaboltanum, 50-59. Það sem af er tímabili hafa Tulsa unnið fjóra leiki og tapað sex, en þær sitja í 7. sæti America deildarinnar.
Elín Sóley lék 11 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 4 stigum, frákasti og vörðu skoti. Næsti leikur Tulsa er 30. janúar gegn East Carolina Pirates.