spot_img
HomeFréttirElín Sóley hafði hægt um sig í tapi fyrir Tulane Green Wave

Elín Sóley hafði hægt um sig í tapi fyrir Tulane Green Wave

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Tulsa Golden Hurricane töpuðu í dag fyrir Tulane Green Wave í bandaríska háskólaboltanum, 65-54. Tulsa unnið þrjá leiki en tapað fimm það sem af er tímabili.

Elín Sóley hafði heldur hægt um sig í leiknum. Á 19 mínútum spiluðum skilaði hún einni stoðsendingu og einu frákasti, en komst ekki á blað í stigaskorun. Næsti leikur Tulsa er gegn East Carolina Pirates þann 21. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -