Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Tulsa Golden Hurricane máttu þola tap í kvöld fyrir UCF Knights í bandaríska háskólaboltanum, 53-42. Leikurinn aðeins sá annar sem Tulsa nær að spila í vetur, en áður höfðu þær lagt Oklahoma State af velli.
Elín Sóley lék mest allra leikmanna Golden Hurricane í leik dagsins, 37 mínútur. Á þeim skilaði hún 6 stigum, 7 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 vörðum skotum. Næsti leikur Tulsa er komandi miðvikudag 23. desember gegn Temple Owls.