spot_img
HomeFréttirElín Sóley atkvæðamikil í sigurleik gegn Oklahoma State

Elín Sóley atkvæðamikil í sigurleik gegn Oklahoma State

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Tulsa Golden Hurricane lögðu á dögunum Oklahoma State Cowgirls í bandaríska háskólaboltanum, 69-62. Mikið af frestunum hafa verið hjá Hurricane það sem af er tímabili, en leikurinn var sá fyrsti sem þær leika í vetur.

Elín Sóley lék næst mest allra í liði Golden Hurricane í leiknum, 37 mínútur. Á þeim skilaði hún 10 stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu og 2 cörðum skotum. Varði hún þar með flest skot og tók flest fráköst allra í liðinu í leiknum. Næst leika Golden Hurricane við UCF Knights komandi laugardag 19. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -