spot_img
HomeFréttirElías Karl og Bjarni Rúnar voru í æfingabúðum fyrir dómara á Norðurlandamótinu...

Elías Karl og Bjarni Rúnar voru í æfingabúðum fyrir dómara á Norðurlandamótinu í Kisakallio “Dómararnir hérna eru ótrúlega góðir”

Norðurlandamóti undir 18 ára og 16 ára drengja og stúlkna lýkur í dag í Kisakallio í Finnlandi. Næstum allar fréttir síðustu daga á Körfunni hafa eðlilega verið af liðum Íslands sem kepptu þar.

Norðurlandamótið er þó ekki einungis tækifæri fyrir yngri leikmenn Íslands til að æfa og keppa saman fyrir Íslands hönd við bestu mögulegu aðstæður, en þangað fara einnig alltaf dómarar frá Íslandi í einskonar æfingabúðir þar sem þeir sjá um dómgæslu á mótinu og eru daginn út og inn að fara yfir frammistöður sínar og hvað mætti betur fara með reynslumiklum leiðbeinendum.

Þetta árið fóru fimm dómarar og einn leiðbeinandi frá Ísland. Karfan spjallaði við tvo þeirra, Elías Karl Guðmundsson og Bjarna Rúnar Lárusson um mikilvægi þess að fara í svona æfingabúðir, muninn á dómgæslu á Íslandi og á meginlandinu og aðstæður í Kisakallio þetta árið.

Fréttir
- Auglýsing -