Elías Bjarki Pálsson hefur framlengt samningi sínum við lið Njarðvíkur í Subway deild karla til ársins 2025.
Elías, sem er 18 ára, hefur ekkt langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans og bróðir hafa öll verið leikmenn Njarðvíkur, en hann lék með U18 ára landsliði Ísland síðasta sumar og hefur einnig verið valinn í U20 landsliðið í sumar. Þá var hann á venslasamningi í vetur hjá Hamri.
„Fyrir mér er Elías einn allra efnilegasti og mest spennandi ungi leikmaðurinn á landinu. Hann er með rétta hugafarið og vinnusemina sem þarf til að ná langt. Hann er með hátt þak og hann á eftir að koma sterkur til leiks eftir sumarið”, sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins eftir að samningurinn var undirritaður.