Guðfaðir hlaðvarpsins mætti loksins sem gestur í Podcast Karfan.is. Ægir Þór Steinarsson landsliðmaður og leikmaður Burgos á Spáni er þessa dagana staddur á Íslandi að undirbúa sig fyrir Eurobasket 2017 með landsliðinu. Hann á að baki áhugaverðan feril þrátt fyrir ungan aldur og hefur komið víða við.
Rætt var um 4+1 regluna, Fjölni, það að búa með Ragga Nat og ýmislegt fleira. Landsliðsverkefni nútíðar og þátíðar voru ofarlega á baugi enda framundan Eurobasket ævintýrið. Ægir tryggði sér sæti í ACB deildinni á Spáni með liði sínu Burgos á síðustu leiktíð og segir frá draumi sínum að leika í bestu deildum heims.
Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur
Efnisyfirlit
2:30 – Uppvaxtarárin í Fjölni
15:40 – Háskólaboltaárin
20:30 – Atvinnumennska í Svíþjóð og sambúðin með Ragga Nat
28:00 – Eurobasket 2015 og skiptin til KR
35:00 – Undankeppni Eurobasket 2017
41:00 – Vinna úrslitakeppnina með Burgos
50:00 – Næsta skref á ferlinum
55:30 – Undirbúningurinn fyrir Eurobasket 2017