Eins og flestir muna eflaust bauð Ólafur Rafnsson fyrrverandi formaður KKÍ og núverandi forseti ÍSÍ sig fram sem forseti FIBA Europe. Kosningin fer fram í maí en framboðsfrestur er ekki enn runninn út. Við höfðum samband við Ólaf til að kanna stöðu mála.
Hafa borist einhver mótframboð gegn þér?
Nei ekki enn en framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en 16. mars. Það er mikið að gerast þessa dagana og til dæmis er ég að fara á stjórnarfund hjá FIBA Europe í Munchen um næstu helgi.
En hvernig er tilfinningin gagnvart þessu öllu?
Tilfinningin er góð, ég finn enn fyrir miklum stuðningi – en kosningar eru kosningar og það eru margir sem vilja.
Við óskum Ólafi góðs gengis og fylgjumst með gangi máli þegar kosningafrestur rennur út og nær dregur kosningum.
Mynd: Gunnar Gunnarsson