spot_img
HomeFréttir"Ekkert land sækir um að halda allt mótið"

“Ekkert land sækir um að halda allt mótið”

 Stjórn FIBA Europe kýs á morgun um hvar EuroBasket verður á næsta ári . Eins og fram kemur í spjalli við Hannes S.Jónsson formann KKÍ og stjórnarmann FIBA Europe þá er það útilokað að allt mótið fari fram í sama landinu og þá líklegt að riðlarnir verði dreyfðir um álfuna. 

 
„Það eru átta lönd sem hafa sótt um það en ekkert land sækir um að halda allt mótið. Upphaflega átti mótið að fara fram í Úkraníu en það var ákveðið fyrir þrem árum því skipulagning á svona stóru móti er mjög mikil og yfirleitt þarf til dæmis að byggja nýjar keppnishallir á viðkomandi keppnisstöðum. Þar sem það var bara ákveðið í sumar að taka mótið af Úkraníu og bara eitt ár í mótið þá ákvað FIBA Europe að hafa umsóknarferlið mun opnara en áður. Það eru því þannig að átta lönd sækja um að halda mótið, en mótið er fjórir riðlar „ sagði Hannes í spjalli við Karfan.is nú í kvöld en hann er staddur í Madrid. 
 
Hvaða lönd hafa sótt um mótið?
„Löndin sem sækja um eru Lettland, Þýskaland, Ísrael, Finnland, Lettland, Pólland, Frakkland og Króatía og tvö af þessum löndum sækja einnig um að halda úrslitin eða frá 16 liða úrslitum.“
 
Fáum við að vita á morgum hvar Ísland mun spila ?
„Nei því miður þá verðum við að bíða aðeins lengur en það verður væntanlega dregið í riðla í desember eða janúar og það er eitt af því sem við munum einnig ræða og vonandi ákveða á fundinum okkar það er hvenær verður dregið.“
 
Hvenær á mánudag mun ákvörðun liggja fyrir?
„Stjórnarfundurinn hefst kl.11.00 ( 09:00 að ísl.tíma) og klukkan 12:00 munu formlegar kynningar umsókarlandanna hefjast og stefnt er að því að það taki um tvo klukkutíma en það má segja að þá fái löndin loka tækifærið að sannfæra stjórnarmenn um kosti síns lands en á undaförnum dögum þá hafa flest löndin sent til stjórnarmanna kynningarpakka. Að loknum þessum kynningum verður svo gengið til kosninga og samkvæmt dagskránni sem ég er með þá er áætlað að kynna ákvörðunina ef allt gengur vel á blaðamannafundi kl.17:00 ( 15:00 að ísl.tíma)“
 
Fréttir
- Auglýsing -