spot_img
HomeFréttirEkkert gengur hjá Lakers

Ekkert gengur hjá Lakers

Fimm leikir voru á dagskrá í NBA í gær en bæði L.A. Lakers og Miami töpuðu sínum leikjum.
Indiana sem hefur verið sjóðandi í vetur vann nauman 96-98 sigur í Staples Center, heimavelli L.A. Lakers. Kobe Bryant gat jafnað leikinn i lokinn með þriggja-stiga skoti en ofaní fór það ekki. Var þetta þriðji tapleikur Lakers í röð. Hjá Indiana var Roy Hibbert stigahæstur í jöfnu liði með 18 stig. En sex leikmenn skoruðu yfir 10 stig og einn var með níu stig. Hjá Lakers trónaði Kobe Bryant á toppnum í stigaskorun en hann var með 33 stig.
 
Miami tapaði óvænt fyrir Milwaukee 82-91 í American Airlines Arena í Miami. Brandon Jennings var stigahæstur hjá gestunum en hann skoraði 23 stig í leiknum. Hjá Miami var LeBron James með 28 stig og 13 fráköst. En Miami lék enn einn leikinn á Dwayne Wade sem er frá vegna meiðsla.
 
Boston vann nauman sigur á slakasta liði deildarinnar Washington 100-94. Ray Allen meiddist i fyrri hálfleik hjá Boston og bætist hann á nokkuð langan meiðslalista hjá félaginu. Paul Pierce var stigahæstur hjá grænum með 34 stig. Hjá Washington var hinn ungi leikstjórnandi John Wall með 27 stig, 10 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.
 
Önnur úrslit:
L.A. Clippers-Toronto 103-91
New Jersey-Charlotte 97-87.
 
Mynd: Lakers liðið tapar og tapar
 
Fréttir
- Auglýsing -