Lewis Clinch sá magnaði bakvörður sem lék með Grindvíkingum síðasta vetur hef enn ekki fest sig við samning fyrir komandi tímabil. "Við ræddum aðeins saman áður en ég fór varðandi möguleika fyrir framhaldið en ekkert var fest niður á blað." sagði Lewis í samtali við Karfan.is aðspurður hvort hann yrði áfram í Grindavík. Lewis gerði 21 stig og sendi 5 stoðsendingar á félaga sína að meðaltali í leik í fyrra vetur en hann hafði þá verið frá atvinnuboltanum í einhver tvö ár eða svo. . Það var hinsvegar ekki að sjá á leik hans og átti hann stóran þátt í því að Grindvíkingar léku til úrslita um þann stóra í apríl sl.
"Þetta er allt óákveðið og ég ætla ekkert að vera að spila ef rétt tilboð berst ekki í mínar hendur. Það er áhugi frá bæði Danmörku og svo Frakklandi en ekkert frá Íslandi að svo stöddu. Það er nóg að gera hjá mér í sumar að æfa og svo þjálfa aðra en það er mín vinna." sagði Lewis að lokum.