Haukar fullkomnuðu endurkomu sína í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna er liðið lagði Grindavík í þriðja skiptið í röð eftir að hafa lent 2-0 undir í seríunni.
Leikur kvöldsins var ekkert sérstaklega spennandi, en Haukar leiddu lengst af í seinni hálfleiknum með 10 til 20 stigum og unnu að lokum gífurlega verðskuldaðan 15 stiga sigur, 79-64.
Víkurfréttir ræddu við Emil Barja þjálfara Hauka eftir leik í Ólafssal.
Viðtöl upphaflega birt á vef Víkurfrétta