spot_img

Eins leiks bann

Leikmaður Fjölnis William Thompson hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann fyrir brottrekstur í leik félagsins gegn ÍA í fyrstu deildinni þann 9. febrúar síðastliðinn, en Fjölnir vann leikinn nokkuð örugglega 103-83. William verður því í banni þegar Fjölnir mætir KR annað kvöld í toppslag fyrstu deildarinnar.

Agamál 30/2023-2024

Með vísan til ákvæðis c-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, William Thompson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis og ÍA í 1. deild karla, sem fram fór þann 9. febrúar 2024

Fréttir
- Auglýsing -